
Silja María hefur alltaf verið hörð af sér og vælir ekki að ástæðulausu. Hún er lítið fyrir að láta hugga sig ef hún meiðir sig, hún vill láta kyssa á báttið og þá er allt búið. Núna hefur hún tekið upp á því að peppa sjálfa sig upp. Þegar hún meiðir sig segir hún við sjálfa sig "allt búið, allt búið, allt búið" og hættir að gráta. Svo þegar hún er í baði og ég ætla að fara að skola sjampóið úr hárinu á henni með sturtuhausnum þá stendur hún í miðju baðinu, horfir niður og segir "dugleg, dugleg, dugleg" á meðan ég skola
.
Það er mikið sport að tala í símann núna og getur hún blaðrað eins og mesta kjaftakelling. Þegar síminn hringir vill hún tala alveg sama hver er á línunni.
Það er líka voða spennandi að liggja í baðinu og busla. Þá fara eyrun á kaf og hún heyrir ekkert sem maður er að segja við hana. Svo reynir hún að tala við mann og talar þá rosa hátt, frekar fyndið....
Nýjar myndir komnar í myndaalbúm...