Silja María er aftur orðin lasin en að þessu sinni er það ælupest. Hún ældi nokkrum sinnum í gærkvöldi og í nótt en er búin að vera aðeins betri í dag. Vonandi er þetta að ganga yfir. Eins og flestir vita skrapp ég til Boston í nokkra daga með Erlu. Það var rosa gaman og var mjög mikið verslað hehehhe.... Kjartan var heima með skvísuna og náði að koma fullt af hlutum í verk, m.a. að setja upp dimmera í alla íbúðina, setja upp ljós og fl. Kannski ég ætti að skreppa oftar til Boston
.
Er búin að setja inn nýtt myndaalbúm. Þar má finna myndir af Silju Maríu þar sem hún var að jafna sig á augnsýkingunni, úr íþróttaskólanum, með gamla dótakassa frá pabba sínum og fl.