
Silja María er byrjuð í Litla Íþróttaskólanum og var fjórði tíminn í dag. Flestir tímarnir eru inni í íþróttasal þar sem er sungið, dansað, farið í leiki og þrautabraut. Í dag var sund og hefur Silja greinilega engu gleymt síðan úr ungbarnasundinu og kafaði eins og selur hehehe... Henni finnst rosalega gaman í Íþróttaskólanum og er mjög dugleg að hreyfa sig og gera það sem henni er sagt þó að hún sé með yngstu börnunm
.
Búin að setja inn fullt af myndum en það virðist vera eitthvað að forritinu sem setur inn myndirnar því þær koma ekki inn í réttri röð eins og síðast þegar ég setti inn myndir. Laga það seinna.....