Þá er skvísan orðin 1 árs og einum degi betur. Hún byrjaði á því að vekja foreldra sína kl 6 á afmælisdaginn og við drösluðumst fram úr til að undirbúa daginn. Hún hefur greinilega vitað að það var stór dagur framundan. Nóg var að gera því við áttum von á 40 manns kl 13. Við ákváðum að bjóða bara nánustu ættingjum og barnafólki þannig að ykkur sem var ekki boðið þurfið ekki að örvænta heldur leggjast bara í barneignir og þá sjáumst við að ári
. Kjartan var reyndar allan morguninn að redda gólfefnum á nýju íbúðina þannig að ég og Lella sáum um að gera allt klárt fyrir afmælið, auk þess sem að mamma sá um að útbúa pasta fyrir gestina. Afmælisveislan heppnaðist vel og Silja María var hin ánægðasta. Hún fékk ótrúlega mikið af fallegum gjöfum sem við þökkum kærlega fyrir.
Eins og flestir hafa lesið hér á síðunni er Silja María aðeins byrjuð að ganga. Þegar flestir gestirnir voru farnir úr afmælinu var hún eitthvað að leika á stofugólfinu og gerði sér lítið fyrir, stóð upp og labbaði bara alla leið inn í eldhús eins og hún hafi aldrei gert neitt annað! Það litu allir hver á annan og fóru að skellihlæja. Nú labbar hún svona lengri vegalengdir en vill helst samt hafa hendi til að halda í enda er það miklu öruggara enn þá
.
Svo svona smá saga í lokin. Við fórum í Bónus á fimmtudaginn að versla fyrir afmælið og þegar ég er að taka upp úr pokunum sé ég pakka af svínateningum (svína krafti). Ég spyr Kjartan hvort hann hafi eitthvað verið að spá í að elda eitthvað með svínabragði en hann kannaðist ekkert við það. Þá mundi ég eftir því að þegar við vorum að bíða í röðinni á kassan vorum við við hliðina á súpunum og því öllu og Silja María var eitthvað að teygja sig í þetta. Þannig að líklegasta skýringin er sú að hún hafi sett þetta í körfuna. Hún verður augljóslega efnileg í innkaupunum enda byrjar snemma. Ekki veit ég samt hvað ég á að gera við þessa teninga enda aldrei keypt svona áður. Ég elda kannski bara eitthvað handa Silju Maríu úr þessu hehehehe...
Afmælismyndir koma inn fljótlega....