
Hún mamma mín á afmæli í dag og mig langaði til að segja ykkur hvað hún er frábær.
Það er ekkert sem hún gerir ekki fyrir mig, sama hversu þreytt hún er þá hefur hún alltaf orku í að knúsa mig og sama hversu mikið hún er að flýta sér þá hefur hún alltaf tíma til að sinna mér. Mamma mín er sko best í heimi og ég hlakka rosalega til að sjá hana í kvöld, kyssa hana og segja henni það.
Ég vona að þú hafir það rosalega gott á afmælisdaginn þinn mamma mín, því ef einhver á það skilið þá ert það sko þú 
p.s. Pabbi elskar þig líka rosalega mikið og var eitthvað að tala um að hann vildi líka koma einhverri afmæliskveðju til þín
p.p.s Pabbi neitar að gefa mér morgunmat nema ég segi þér að hann elskar þig líka rosalega mikið og hlakkar líka til að sjá þig