Þá er daman orðin 9 mánaða og einum degi betur. Ég átti að fara með hana í vigtun í gær en steingleymdi því. Hún er alveg að þyngjast og ælurnar hennar hafa minnkað þannig að ég fékk bara tíma fyrir hana í 10 mánaða skoðun þann 8. mars. Silja María er orðin rosalega dugleg og er farin að standa upp við hvaða tækifæri sem gefst og er farin að fikra sig áfram á milli staða, t.d. frá sófaborðinu að sófanum. Hún kann að segja mamma, dadda, datt og eitthvað fleira sem við foreldrarnir erum ekki farin að skilja enn þá
. Svo er hún að fá 2 tennur í viðbót í efrigóm, sitthvoru megin við framtennurnar. Sem sagt komin með 7 tennur skvísan. Ég er svo að byrja að vinna 15. febrúar og verður Sillja María í pössun hjá ömmu sinni og afa á Kvisthaganum þangað til pláss losnar hjá dagmömmunni. Það verða örugglega viðbrigði en svona er gangur lífsins....
Myndavélin okkar er orðin biluð aftur þannig að hún verður að fara í viðgerð og ekki veit ég hversu langan tíma það tekur. Það verða því engar myndir þar til við fáum hana aftur
.