
Þá er Silja María alveg að verða 8 mánaða og tíminn er búinn að fljúga áfram. Hún er á mjög skemmtilegum aldri þar sem hún er farin að skilja ýmislegt sem er sagt við hana. Hún er byrjuð að klappa, vinka, sýna hvað hún er stór, frussa og margt fleira. Svo setur hún oft upp svona prakkara svip eins og sést á myndinni. Silja er svolítil mömmustelpa núna, ef hún sér að ég er nálægt þá vill hún bara vera hjá mér. Pabbi hennar verður þá soldið sár en lætur hana ekkert komast upp með svoleiðis rugl hehehe....Hún er farin að skríða út um allt og ef hún vill láta taka sig upp skríður hún að mér og tosar í buxurnar mínar
. Hún er samt voðalega góð alltaf og unir sér vel með dótið sitt. Hún er enn bara með tvær tennur en mér sýnist að það sé alveg að fara að koma tennur uppi. Hún er farin að borða hvað sem er og við erum dugleg að láta hana smakka á því sem við erum að borð. Hún fékk nú að bragða á ansi miklu um jólin eins og súkkulaði og kökum hmmmm....Silja er líka mjög dugleg að fara að sofa á kvöldin, nema þegar einhver er að passa hana heheh.....Hún er yfirleitt farin að sofa á milli 8 og 9 og vaknar ekki fyrr en um 10 á morgnana, mjög gooooottt. Svo er hún farin að leggja sig tvisvar yfir daginn, í rúmlega klst í einu sem er eiginlega betra heldur en einu sinni. Þá verður hún ekki eins þreytt um eftirmiðdaginn. Ég ætla að fara að vinna í febrúar þannig að við ætlum að senda Silju til dagmömmu þangað til hún fær inn á leikskóla. Við erum líklega komin með eina en fáum að vita það betur fljótlega. Það verður örugglega soldið skrítið að fara að vinna aftur og þurfa að setja Silju í pössun
. En hún er svo góð og meðfærileg að það verður örugglega í góðu lagi. Við ætlum að byrja á nýju sundnámskeiði núna í janúar með Ingu Bríeti og það verður mikið fjör. Silja fer í skoðun 15. janúar og það verður gaman að sjá hvað hún er búin að stækka mikið á síðustu tveim mánuðum.
Fullt af myndum bíða þessa að verða settar á netið en það er búið að vera smá tölvuvesen á heimilinu. Þær koma inn mjög fljótlega.
bæb