
hæ hó
Það er bara allt gott að frétta af Silju Maríu. Hún er orðin ansi hreyfanleg og farin að fara út um allt. Hún snýr sér og ýtir sér aftur á bak og er fljót að því þannig að maður má ekki taka augun af henni. Hún var í myndatöku í gær og var alveg yndisleg, gerði allt sem ljósmyndarinn vildi hehehe...Svo er það nýjasta, þessi svipur eins og sést á myndinni hér að ofan, algjört rassgat
. Hún er alltaf hress og kát og er farin að segja allskonar hljóð en ekki mamma
. Alltaf þegar hún fær að borða segir hún namm namm, ótrúlega sætt. Hún er algjört matargat. Svo höldum við að hún geti sýnt okkur hvað hún er stór. Alla vega þegar við segjum "hvað ertu stór" þá setur hún hendurnar saman og lyftir þeim upp hehehe..Svo var síðasti sundtíminn í gær fyrir jól og nýtt námskeið byrjar í janúar, spurning hvort maður skelli sér á það. Við ætlum að reyna að fara með hana eitthvað í sund um jólin með Ingu Bríeti og halda því við sem hún er búin að læra.
Erum búin að taka fullt af myndum og næsta albúm verður því stórt. Kemur inn fljótlega......
Svo er stóri dagurinn hjá mér á morgun. Hlakka mjög mikið til að klára þetta svo ég geti komist í jólaskap og farið að gera jólalegt heima og baka
.
Það var ekki fleira í bili...
bæb