Hæ hæ
Jæja er loksins búin að uppfæra "skírnin mín", "mataræði" og "í fyrsta skipti". Ætla einnig að skrifa eitthvað í "fjölskyldan mín" fljótlega.
Annars er allt gott að frétta af litlu skvísunni. Hún alltaf kát og glöð og lætur lítið fara fyrir sér þessi engill. Hún er á framhaldsnámskeiði í sundi og stendur sig eins og hetja. Henni hefur mikið farið fram síðan á síðasta námskeiði, kafar eins og hún hafi aldrei gert annað, tekur sundtök með fótunum og margt fleira skemmtilegt. Hún sefur allar nætur enn þá (7, 9, 13) eða frá 20-08 og vona ég að það breytist ekki í bráð. Þetta fyrirkomulag hentar mjög vel fyrir mig þar sem ég er byrjuð að fara í ræktina kl 06 á morgnana og er þá komin heim áður en hún vaknar
.
Prinsessan fékk sér læknisskoðun í dag en við fórum í heimsókn til Drífu frænku sem er barnalæknir. Hún fékk auðvitað topp einkunn og gæti ekki verið hraustari
. Annars fer hún ekki í þyngdar og lengdarmælingu fyrr en 19. október minnir mig og þá fær hún sprautu númer 2 líka
.
Þar til næst......