Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Færslur: 2006 Júní

12.06.2006 19:24

Uppgefin á afmælisdaginn :O)

Þá er daman orðin mánaðargömul. Í tilefni dagsins fóru mamma og pabbi í BabySam og keyptu leikföng handa prinsessunni. Hún fékk óróa með tónlist og fígúrum sem henni fannst voða sniðugur , sokka með fígúrum og leikföng til að festa á ömmustólinn eins og sést á myndinni. Ekki var nú mikil orka til að leika og steinsofnaði hún í ömmustólnum....

Við fórum niður í VISA að sýna snúllunna og monta okkur aðeins heheh...Kjartan á að mæta í vinnuna aftur á morgun en vinnur bara fyrir hádegi næstu fjóra mánuðina og verður því alltaf komin heim þegar við mæðgurnar erum að vakna . Við kíktum líka til langafa sem var voðalega glaður að sjá hana Silju Maríu sína. Hún var hin ánægðasta og brosti meira að segja til langafa síns.

10.06.2006 17:13

Gaman með nýju leikföngin...

Amma Lella og Langamma Dídí voru í heimsókn áðan og komu færandi hendi.  Silja María fékk Ömmustól og voða skemmtileg og litrík armbönd með hringlum í.  Hún fékk að máta þau áðan og er alveg dolfallin eins og myndirnar tvær sýna.

09.06.2006 15:10

Nýjar myndir

Jæja þá eru loksins komnar inn myndir úr skírninni. Einnig setti ég inn annað myndalbúm með nokkrum myndum af prinsessunni frá liðinni viku :o)

06.06.2006 11:24

Matartími...

Hún Silja María setur alltaf upp svo fyndin svip þegar hún vill fá að borða.  Okkur langaði að deila honum með ykkur

01.06.2006 15:53

Nýjar myndir

Myndir frá 20. til 30. maí komnar inn :O)

01.06.2006 15:10

Skírn

Þá var litla daman skírð í gær og fékk hún nafnið Silja María sem er í höfuðið á báðum ömmunum. Silja er stytting á nafninu Sesselja sem er föðuramman og María er móðuramman. Hún er bara mjög sátt við nafnið sú stutta og svaf næstum alla skírnina og veisluna. Allt heppnaðist mjög vel og ömmurnar voru hissa  en mjög sáttar við nöfnuna. Við viljum þakka öllum sem voru með okkur í gær og fyrir allar fallegu gjafirnar sem Silja fékk .  Einnig viljum við þakka fyrir allar kveðjurnar. Myndir úr skírninni koma fljótlega inn, ásamt öðrum myndum .

Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 93018
Samtals gestir: 22631
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 05:17:39


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni