
Hæ hæ
Það er heilmikið að frétta af fjölskyldunni í Perlukórnum. Silja María fór með ömmu (Maju) sinni og afa (Rúnari) í sumarbústað í Fellskoti frá 1. júlí til 5. júli og fannst rosalega gaman. Hún fór með þeim í dýragarðinn í Slakka, í sund, bíltúra, göngutúra, á Flúðir og fl. Þann 5. júlí fór hún svo í bústaðinn til hinnar ömmu sinnar og afa (sem var rétt hjá) og var þar helgina 5. júlí til 8. júlí meðan mamma og pabbi fóru í brúðkaup í varmahlíð. Silju Maríu finnst rosalega gaman að vera í sveitinni og finnst dýrin rosa spennandi. Við foreldrarnir fengum að kynnast því þegar við fórum með hana í fyrsta skipti í húsdýragarðin. Hún var svo spennt að hún titraði hehehe.... Henni var nú samt ekkert um það þegar haninn galaði við hliðina á henni
. Ég er komin í sumarfrí svo að við mæðgurnar erum búnar að spóka okkur í verðurblíðunni. Við erum búinar að fara á laugaveginn, sund, garðinn hjá ömmu og afa á Víkurbakkanum (amma er líka í sumarfríi), göngutúra og fl. skemmtilegt. Silja María elskar að vera úti og ekki annað hægt þegar verðrið er svona gott. Silja er alltaf að læra eitthvað nýtt er komin á það tímabil að það er hægt að segja henni að gera eitthvað og þá gerir hún það. Ég ætlaði að kenna henni að senda fingurkoss og sýndi henni það einu sinni og hún bara gerði það strax og núna sendir hún fingurkossa til allra hehehe... Hún er líka alltaf að læra ný orð og liggur við að það komi nýtt orð á hverjum degi. Það er alveg æðislegt að fylgjast með henni og hún vekur lukku hvar sem hún kemur
. Svo erum við að fara til Danmörku næstu viku og hlökkum við mikið til að fara með prinsessuna til útlanda. Herborg og Bjössi eru úti núna og Herborg sendi mér sms um daginn og sagði að Inga Bríet hefði verið að spyrja um Silju Maríu (ótrúlega krúttlegt). Þær eiga eftir að skemmta sér vel saman.
Nýjar myndir komnar inn
Bless í bili...