Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


Flokkur: Blogg

10.09.2006 20:40

Nýjar myndir ofl.

Þá er Silja María að verða 4 mánaða og orðin ansi spræk. Hún er farin að láta heyra meira í sér, babla og öskra, og ég held að það líði ekki á löngu áður en hún fer að skella upp úr . Við ákváðum að fara að gefa henni að borða og létum hana smakka bananamauk í gær. Hún iðaðist um af klíju og fannst það ekki gott  (mjög fyndið). Við gáfum henni þá gulrótarmauk sem henni leist betur á. Í dag gáfum við henni svo graut áður en hún fór að sofa og hún var sko heldur betur að fíla það hehe...

Vorum einnig að setja inn fleiri myndir af Silju Maríu sem við höfum tekið með símanum. Þær eru ekkert voðalega góðar sumar, en gaman að eiga þær.

21.08.2006 22:32

Nýjar Myndir

Nýjar myndir af skvísunni komnar inn. Henni finnst voða gaman að ulla núna og eru nokkrar skondnar myndir af því. Einnig eru myndir úr Húsafelli, fyrsta sundtímanum, þegar Sara kom í heimsókn og þegar Berglind Björt og Arnór Steinn tvíburar komu í heimsókn o.fl.

Vorum líka að setja inn allar myndir sem við höfum tekið með myndavélinni á símanum hans Kjartans. Þetta eru myndir alveg frá því að hún fæddist og þar til nú þannig að það er gaman að fylgjast með henni stækka á þessum myndum

18.08.2006 17:31

3ja mánaða :O)

Litla daman var að koma úr 3ja mánaða skoðun og er hún orðin tæp 5,8kg og 61cm. Sem sagt búin að bæta á sig um 2,6kg og 11,5cm. Hún fékk líka fyrstu sprautuna sína við barnaveiki, kíghósta, stífkrampa heilahimnubólgu og mænusótt. Hún var nú ekki alveg sátt við sprautuna. Held reyndar að henni hafi ekki líkað læknirinn því hún byrjaði að gráta um leið og hún sá hann en allt var í lagi þegar hjúkrunarkonan var að mæla og vikta hana hehe..

En Silja María dafnar mjög vel og hún er byrjuð í ungbarnasundi. Henni finnst það mjög skemmtilegt og hún fær að fara í kaf í fyrsta skipti í næsta tíma (tími 3). Ég hlakka mjög mikið til að sjá hvernig hún bregst við því en við erum bún að æfa hana smá með því að ausa yfir hana vatni. Kennarinn sagði að hún hefði mjög sterk köfunarviðbrögð þannig að þetta ætti að vera lítið mál . Ég tók video af henni í sundinu í fyrsta tímanum og ætlum við að setja það inn fljótlega. Einnig koma fljótlega myndir sem teknar hafa verið í ágúst.

Nokkrar myndir af vinkonunum í sundi má sjá á síðu Ingu Bríetar hér til hliðar.

16.08.2006 11:39

Nautið Silja María

Foreldrar barns í nautsmerkinu þurfa að vera næm á mikla þörf þess fyrir snertingu. Þetta eru bestu knúsarar í heimi. Besta aðferðin til að ná til lítilla nauta er að höfða til skynsemi þeirra og tilfinninga. ?Elsku litla stelpan mín, viltu gera þetta fyrir mömmu?? Fá naut standast nefnilega blíðu.

Þægindi er eitthvað sem nautið vill. Notalegt herbergi þar sem hvorki er of heitt eða kalt, bragðgóður matur, falleg leikföng er eitthvað sem fellur nautinu í geð. Börn í nautsmerkinu eru frekar róleg og friðsöm og yfirleitt fer kannski lítið fyrir þeim. Það borgar sig ekki að reka á eftir þeim með hluti því þau vinna á sínum eigin hraða, sem er annar en gengur og gerist.

Nautið er með báða fætur á jörðinni og vill vera öruggt um að hvert skref sem stigið er sé rétta skrefið. Ef rekið er á eftir því verður það óöruggt. Það borgar sig ekki til að fá litla bolann til að hlýða með skipunum eða skömmum því nautin eru þrjósk með eindæmum og sá eiginleiki sýnir sig vel þegar slíkt er reynt.

Það getur verið erfitt að eiga við nautsbarnið þegar það hefur bitið eitthvað í sig og heimtar eitthvað sem gengur þvert á vilja foreldranna. Best er þá að setjast niður með bola litla og reyna að útskýra af hverju betra sé að gera þetta eða hitt, þ.e. höfða til skynseminnar. Rökin þurfa að vera skynsamleg og nautið þarf að fá tíma til að hugsa málið.

Ef nautið er af rólegu gerðinni er vissara að ræða reglulega við það og fá það til að tjá sig og vinna þannig hægt og sígandi gegn feimni þess og hlédrægni. Naut þarfnast þess að vera í öruggu umhverfi og vita við hverju er að búast þannig að mikilvægt er að foreldrar séu sjálfum sér samkvæmir gagnvart því.

23.07.2006 21:34

Myndir Myndir

 
Fullt af myndum af snúllunni í júlí ;)

12.07.2006 12:56

2ja mánaða afmæli :O)

Hæ hó

Þá er skvísan orðin 2ja mánaða og dafnar vel. Hún er komin í nýtt rúm (gamla rimlarúmið mitt) og sefur eins og engill. Hún er algjör svefnburka (eins og pabbi sinn) og ég þarf að vekja hana á morgnana til að gefa henni að drekka. Hún er að sofna um miðnætti og hefur verið að vakna um 6 til að drekka. Þrjár síðustu nætur hefur hún hins vegar sofið til 10 og þá hef ég vakið hana. Ekki er því annað hægt að segja en að hún sofi vel í gamla rúminu hennar mömmu sinnar .

Svo er hún byrjuð að tala rosalega mikið. Ef maður talar "barnamál" við hana á móti æsist hún öll upp og það kjaftar á henni hver tuska (frekar fyndið). Hún brosir voðalega mikið og er oftast mjög hress (nema þegar hún fær ekki að drekka á sömu sekúndu og hún verður svöng).

Hún er að fatta að það er gaman í baði. Við erum með sæti í balanum sem hún liggur í og þá getur hún buslað soldið með fótunum.

Hún fer í vigtun 17. júlí og hlakka ég mjög mikið til að vita hvað hún er orðin þung. Kannski fáum við að lengdarmæla hana í leiðinni.

01.07.2006 12:37

Litli Maju- og Bjössamaður

Maja og Bjössi voru að eignast sinn annan prins um daginn... mig langaði bara að benda forvitnum á myndir af honum en þær má finna á síðunni hans Bjössa og á síðunni hans Magnús Ara, sem er núna orðinn stóri bróðir .

Enn og aftur til hamingju kæru vinir, við hlökkum til að sjá ykkur fljótlega



09.06.2006 15:10

Nýjar myndir

Jæja þá eru loksins komnar inn myndir úr skírninni. Einnig setti ég inn annað myndalbúm með nokkrum myndum af prinsessunni frá liðinni viku :o)

01.06.2006 15:53

Nýjar myndir

Myndir frá 20. til 30. maí komnar inn :O)

01.06.2006 15:10

Skírn

Þá var litla daman skírð í gær og fékk hún nafnið Silja María sem er í höfuðið á báðum ömmunum. Silja er stytting á nafninu Sesselja sem er föðuramman og María er móðuramman. Hún er bara mjög sátt við nafnið sú stutta og svaf næstum alla skírnina og veisluna. Allt heppnaðist mjög vel og ömmurnar voru hissa  en mjög sáttar við nöfnuna. Við viljum þakka öllum sem voru með okkur í gær og fyrir allar fallegu gjafirnar sem Silja fékk .  Einnig viljum við þakka fyrir allar kveðjurnar. Myndir úr skírninni koma fljótlega inn, ásamt öðrum myndum .

26.05.2006 14:09

Fæðingarsagan

Ég byrjaði að finna fyrir verkjum um 16 á fimmtudeginum 11. maí en vissi ekki hvort ég væri að fara af stað eða ekki því ég var búin að vera með verki og samdrætti síðan á 37. viku. En svo urðu verkirnir svo reglulegir að ég hringdi í Kjartan (sem var í skólanum) og bað hann að koma heim, það var um kl 18. Þá voru um 5 mín á milli samdrátta. Við fórum upp á fæðingardeild um rúmlega átta og þá voru bara um 2 mín á milli. Þetta gekk allt voða vel og fljótt fyrir sig og þegar ég var komin með 9 í útvíkkun byrjaði ég að fá rembingsþörf. Ljósan sagði að allt liti rosalega vel út. Ég var mest allan tíman í baði í hreiðrinu og ætlaði að eiga þar. Þegar rembingurinn byrjaði þykknaði leghálsinn eitthvað upp á 2cm svæði þannig að kollurinn komst ekki lengra niður í grindina alveg sama hvað ég remdist mikið. Undir lokin var þetta orðið frekar óbærilegt bæði fyrir mig og litlu prinsessuna en ég fékk engin verkjalyf annað en að vera í baðinu sem mér fannst hjálpa mikið við að slaka á. Fékk reyndar líka nálastungu í bakið? sem virkaði ekki neitt fyrir mig og voru nálarnar teknar eiginlega strax úr aftur. Vegna þess að ég var búin að rembast svo lengi var farið að athuga betur hvernig liltu snúllunni liði. Þá var elektróða var sett á kollinn á henni til að fylgjast betur með hjartslættinum hennar, en hann datt stundum alveg niður þegar ég remdist. Það þótti lækninum ekki nógu gott og ákveðið var að taka blóðprufu úr kollinum á henni til að mæla ph gildi og athuga súrefnismettunina. Teknar voru 2 prufur og var ph lækkandi þannig ekki var um annað að ræða en að fara í keisara. Þetta var nú samt ekki alveg bráðakeisari þannig að Kjartan fékk að vera inni hjá mér. Þá var mér sagt að reyna að hætta að rembast og anda mig í gegnum rembinginn. Það var mjög erfitt þar sem rembingsþörfin var svo sterk. Mér var rúllað inn á skurðstofu þar sem ég fékk mænudeyfingu, og þvílíkur léttir heheh....Svo var skorið og rifið upp til að ná litlu snúllunni út. Það tók 2 mín og tók um 20 mín að sauma mig saman. Þá var hún fædd kl 02:42. Mér fannst soldið leiðlinlegt að þetta skyldi enda með keisara því ég var svo nálægt því að geta átt eðlilega. En allt er gott sem endar vel. Ef allt hefði gengið að óskum hefði hún fæðst milli 12 og 01.

 

Það var ótrúlega skrítið að sjá síðan snúlluna í fyrsta skipti.  Henni var rétt sveiflað yfir tjaldið og læknirinn sagði ?þetta er stelpa?.  Maður náði varla að líta upp því henni var kippt beint til baka og hún skoðuð. Kjartan fékk hana svo í fangið og ég fékk að halda á henni meðan verið var að sauma mig saman.

 

Svo var hún tekin aftur og vigtuð og mæld. Þá tók ljósmóðirin eftir því að hún átti eitthvað erfitt með andardrátt og vildi senda hana á vökudeildina. Þar var tekin blóðprufa og kom í ljós að blóðsykurinn hjá henni var mjög hár sem er víst eðlilegt eftir svona púl. Hún var nú samt ekki lengi að ná sér stelpan og var komin aftur í fang foreldra sinna um 11/2 klst síðar.

 

En já við vorum 5 daga á spítalanum sem var svo sem allt í lagi út af því að brjóstagjöfin fór ekkert allt of vel af stað en gengur bara vel núna. Ég á pínu erfitt með gang en er öll að koma til og er mikill munur milli daga. Það tekur víst um 6 vikur að ná sér eftir keisara.

26.05.2006 13:24

Prinsessan dafnar vel :O)

Hæ hæ

Langaði bara að deila með ykkur hvað litla prinsessan er algjört draumabarn. Hún bara sefur og drekkur og já kúkar og pissar auðvitað . Pabbi hennar er alltaf að láta hana gera æfingar með því að liggja á maganum og halda haus og æfa gripið með því að láta hana halda í puttana á pabba og tosa sig upp. Það gengur mjög vel og er hún rosalega dugleg. Hún hefur mjög gaman af því að láta tala við sig og sýnir oftar en ekki smá glott . Ljósmóðirin kom heim í fyrsta skipti síðasta þriðjudag og var hún þá búin að þyngjast um 300g á 6 dögum sem er mjög gott (orðin 3500g). Henni leist mjög vel á hana og sagði að hún væri fullkomin hehehe..... Bráðum fær hún að fara út en fer það allt eftir veðrinu, búið að vera soldið kalt fyrir litlar snúllur síðustu daga.

Þann 31. maí verður litla daman skírð. Við ætlum að hafa athöfnina heima hjá foreldrum mínum og byrjar hún kl 17. Ástæðan fyrir því að við vildum skíra þennan dag er sú að ég og Kjartan erum bæði skírð þennan dag, ég 1979 og Kjartan 1981. Fyndin tilviljun . Svo eiga mamma og pabbi líka brúðkaupsafmæli og afi á afmæli. Þannig að þetta er svona fjölskyldudagur. Hvað nafnið varðar er það eiginlega löngu ákveðið þó að við vissum ekki kynið (fundum á okkur að þetta yrði stelpa).

Jæja þá er það ekki meira í bili en fæðingarsagan kemur fljótlega fyrir þá sem vilja lesa.....

Bæjó

24.05.2006 05:05

Loksins myndir

Jæja... þá erum við Kjartan loksins búin að sortera myndirnar sem við höfum tekið af prinsessunni og höfum sett þær inn undir myndaalbúm...

Fæðingarsaga og meira skemmtilegt kemur síðar

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni