Þessi litli engill varð eins árs í dag :)
Í tilefni dagsins bakaði mamma köku og amma Maja, amma Lella og afi Billi komu í stutt kaffi en ærleg afmælisveisla verður haldin síðar.
Ársæll er allur að braggast - farinn að borða allan mat og vel af honum. Hann er búin með lyfjaskammtinn sinn og nú er bara að bíða og sjá hvort hann sé búinn að hrista þetta af sér. Hlaupabólan er í rénum og stefnir í að við megum setja hann aftur til dagmömmunar 19. apríl, við vonum að hann þurfi ekki að fara aftur í aðlögun enda búinn að vera heima þá í tæpan mánuð.
Eins árs skoðuninni var frestað um mánuð sökum þess sem á undan hefur gengið og læknirinn vildi ekki að hann fengi sprauturnar fyrr en hann væri örugglega orðinn hress.
