06.08.2009 22:38
Fjölskyldan er enn í sumarfríi og nýtur þess í botn. Við byrjuðum á því að fara upp í bústað og vorum þar í góðu yfirlæti og veðurblíðu. Fengum góða gesti og elduðum góðan mat. Annar erum við nú bara búin að vera í Reykjavíkinni og nágrenni. Silja er búin að prófa boltaland í IKEA, Veröldina okkar í Smáralind og Ævintýraland í Kringlunni ehehhehe en hún er mikill orkubolti og þurfa foreldrarnir stundum smá pásu ;)
Ársæll dafnar vel og verður 4ra mánaða í næstu viku. Þá byrjar hann einnig í ungbarnasundi og hlökkum við mikið til þess. Það er ótrúlegt hvað mikið breytist við 3ja mánaða aldurinn. Hann er farinn að fylgjast rosalega vel með öllu sem er að gerast í kringum sig, grípa í hluti og skoða, hlusta á mann, velta sér á hliðina og 2x hefur hann farið að skelli hlægja.
Smá gullmoli frá Silju Maríu:
Silja var að syngja í bílnum og þar á meðal "Í leikskóla er gaman". Hún byrjaði ííííií leik leik leik skóla skóla skóla er er er gam gam gam gaman og svo sagði hún, mamma lagið er bilað og byrjað að syngja annað lag hehehe..
Nýjar myndir komnar inn....