Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


21.06.2009 23:00

Sætustu systkinin



Ársæll Örn krúttari dafnar vel og lætur lítið hafa fyrir sér. Hann fór í 9 vikna skoðun í síðustu viku og er orðinn 60cm og 5335g. Hann er voðalega brosmildur og finnst honum mjög gaman ef einhver er að spjalla við hann. Hann er líka farinn að hjala mikið og taka mjög vel eftir.

Á 17. júní skelltum við okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn meða ömmu Maju, afa Rúnari og Sigga frænda. Það var rosa gaman enda frábært veður og hæfilega margir. Við borðuðm síðan saman í Nýhöfninni.

Kristín, Silja María og amma Maja tóku þátt í Kvennahlaupinu í Garðabæ og hlupu 2km. Silja var rosalega dugleg og hljóp næstum alla leiðina. Hér fyrir neðan er linkur á mynd sem birtist á síðu Sjóvá af Silju Maríu og ömmu Maju.

Myndin á Sjóvá.is

Einn gullmoli að lokum. Amma Lella var að spyrja Silju Maríu hvort dúkkan hennar ætti ekki nafn. Hún hefur hingað til ekki vilja gefa dúkkunum sínum nöfn og heita þær bara dúkka. Þá svaraði sú stutta "það er ekki búið að presta hana" hehehe...

Læt hér eina mynd af systkinunum fylgja með og má segja að hún sé lýsandi fyrir samskipti þeirra systkina - einnig eru nýjar myndir komnar í myndaalbúm....


Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni