Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


06.05.2009 23:14

Systkinin í Perlukórnum



Allt er gott að frétta af systkinunum í Perlukórnum og gengur allt rosalega vel. Silja María er bara hæstánægð með litla bróður sinn og er besta stóra systir í bænum. Krúttmundur  Kjartansson er mjög vær og sefur allar nætur fyrir utan 2x 30 mín þegar hann vaknar til að láta skipta á sér og fá sér að drekka. Hann er reyndar búinn að vera með soldinn niðurgang út af pensillíninu sem ég þurfti að fara á, en núna er það búið og vonandi lagast snúllinn í maganum. Hann var vigtaður í dag og var búinn að þyngjast um heil 340g á einni viku og telst það nú nokkuð gott. Mamman er greinilega að framleiða betur núna en síðast emoticon. Kjartan nýtur góðs af því og þarf ekki að fara fram (þarf ekki að vakna) og blanda í pela í hvert skipti sem kútur verður svangur. Hann er mjög duglegur að halda haus og finnst rosa gaman að láta spjalla við sig. Hjúkkan sagði okkur í dag að við mættum alveg setja hann út í vagn þar sem hann væri svona duglegur að drekka og veðrið væri að batna. Hlakka líka til að geta farið út í göngutúra.

Silja er vakin á hverjum morgni kl 7 til að fara á leikskólann. Kjartan fer alltaf með hana og hefur verið rosa duglegur að fara ekki aftur að sofa þegar hann kemur heim heldur sinna heimilisstörfum  á meðan ég legg mig aðeins hehehe.... Silja er líka búin að vera á balletnámskeiði með Kolku frænku og Kristínu Maríu frænku. Hún var fyrst soldið feimn og vildi ekki taka þátt, sem er reyndar ekki líkt henni, en hún er öll að koma til og var rosa dugleg í tímanum í dag. Veit ekki alveg hvort ballet er fyrir hana en hún er líka búin að vera að fara með pabba sínum í klifurhúsið og er mjög aktív þar og klifrar eins og hún hafi aldrei gert annaðemoticon. Svo á prinsessan á heimilinu náttúrulega afmæli í næstu viku og þá verður sko fjör á bænum...

Búin að setja inn nýjar myndir af familíunni....


Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 93018
Samtals gestir: 22631
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 05:17:39


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni