Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


06.11.2008 20:13

Skvísan flytur...



Vorum að fá það staðfest í vikunni að Silja María er komin með leikskólapláss á Kór sem er hérna rétt fyrir neðan okkur (í Baugakór). Vorum eiginlega búin að gleyma að við hefðum sótt um flutning en við gerðum það um leið og hún byrjaði á Urðarhóli þar sem hann er ekki í hverfinu okkar. Silju Maríu líkar mjög vel á Urðarhóli og okkur foreldrunum finnst hann frábær leikskóli þannig að við vorum pínu treg að taka ákvörðun um hvort við ætluðum að þyggja plássið á Kór eða ekki. Við fórum yfir alla kosti og galla og fórum að skoða Kór í dag og komumst að þeirri niðurstöðu að það yrði líklega best fyrir alla að taka plássið á Kór emoticon . Það er náttúrulega mjög hentugt að hafa leikskólann í næsta nágrenni og svo á Silja örugglega eftir að eignast vini í hverfinu. Líka þegar ég fer í fæðingarorlof verður munur að geta labbað út og sótt hana. Kór er heilsuleikskóli eins og Urðarhóll þannig að stefnan er sú sama og umgjörðin eins. Silja fer á deild sem heitir Tryggðarlundur og þar eru bara börn fædd 2006. Okkur leist mjög vel á deildina og starfsfólkið. Hún byrjar líklega í aðlögun 24. nóvember (eða 1.des).



Fleiri myndir á leiðinni inn emoticon .

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni