Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


30.08.2008 22:02

Gullmolar og fréttir


Silja María var búin að vera mikið föst í bílstólnum sínum þegar við vorum að rúnta fyrir norðan og þegar við komum aftur á hótelið fór hún heldur betur á flug. Hún gat ekki verið kyrr en mest gaman var að hoppa í rúminu. Við vorum með ferðarúmið hennar með okkur og settum hana í það og sögðum henni að nú ætti hún að fara að sofa. Hún var samt enn á fullu og var alltaf að standa upp og leggjast niður. Þegar hún var búin að gera þetta marg oft þá stóð hún upp og sagði við mig "mamma, villtu slökkva á mér". Okkur fannst þetta náttúrulega mjög fyndið en ég held að hún hafi verið að meina að ég ætti að slökkva ljósið. En miðað við hvernig hún var búin að vera þá átti þetta mjög vel við .

Silja María er að hætta með bleyju og hefur hún ekkert verið með bleyju í leikskólanum sl. tvær vikur. Það hefur gengið rosalega vel og mjög lítið um slys, var aðeins fyrstu vikuna en svo ekkert. Þær á leikskólanum eru mjög stoltaf af henni (eins og mamman og pabbinn). Það fer heldur ekki á milli mála þegar hún þarf á klósettið því þá öskrar hún "ég þarf að pissa" og þá er þotið með hana.

Við fórum í afmæli austur fyrir fjall síðustu helgi og á leiðinni heim segir Silja María við okkur "bless mamma og pabbi, ég er farin" og við náttúrulega sögðum bara bless á móti enda hefur hún oft sagt þetta áður. Haldiði ekki að mín teygji sig í hurðaopnarann og togar í. Hún náði sem betur fer ekki að opna alveg en nógu mikið til þess að við þurftum að stoppa á litlu kaffistofunni og loka og setja barnalæsinguna á. Við vorum ekki alveg búin að fatta að hún væri orðin það stór að við þyrftum barnalæsingu .

jæja nóg í bili....
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni