Familían er komin í langþráð sumarfrí og byrjuðum við á því að eyða viku upp í sumarbústað. Við fengum góða gesti í heimsókn, Herborg, Bjössi, Inga Bríet og Kristinn Tjörvi voru hjá okkur í eina nótt og svo komu Erla, Teddi og Ásrún Eva og voru hjá okkur í tvær nætur. Það varð því ekki mikið um "skoðunarferðir" um næsta nágrenni en við skelltum okkur þó í dýragarðinn í Slakka. Það vakti auðvitað mikla lukku hjá yngri kynslóðinni en Silja María og Inga Bríet sýndu einnig góða takta í mínígolfi . Við fengum hið fínasta veður og vorum mikið úti við. Útispilið Kubb var vinsælt og einnig var borðspilið "Ticket to ride" spilað nokkrum sinnum og "Buzz". Við erum ekki búin að plana restina af sumarfríinu en ætlum líklega að ferðast eitthvað innanlands.
Við skelltum okkur í fjallgöngu um daginn á Keili. Við reyndar gegnum bara að fjallinu þar sem við vorum með Silju Maríu með okkur og hún náttúrulega vildi líka labba sjálf . Það tók okkur um 3 klst að ganga að fjallinu og til baka og ég get sagt ykkur að það er ekki auðvelt hehehe... En þetta var góður göngutúr og fengum við rosa gott veður. Myndin hér að ofan er tekin rétt áður en við brunuðum í bæinn.
Set inn nýtt myndalabúm sem er frá lok júní til byrjun júlí...