
Það var sumarhátið í leikskólanum hennar Silju Maríu í dag með tilheyrandi pompi og prakt. Krakkarnir létu rigninguna ekki á sig fá og skemmtu sér vel. Allir voru málaðir í framan og fékk Silja blóm á sitt hvora kinnina. Grillið vakti mikla lukku og spiluð var tónlist og sungið. Leikskólinn var skreyttur í tilefni dagsins með blómum og fíneríi.