
Skvísan á bænum fékk hjól um daginn og var ekkert smá ánægð með það. Nú hjólar hún allan daginn og ferjar dúkkurnar sínar í "skottinu" eins og hún kallar það.
Hún er líka orðin rosalega dugleg að pissa í klósettið og við erum farin að hafa hana bleyjulausa frá því að hún kemur heim úr leikskólanum og þangað til hún fer að sofa. Hún hefur reyndar ekki enn kúkað í klósettið en það kemur
. Hún er mjög dugleg að segja okkur ef hún þarf að pissa þannig að ekki hefur verið mikið um slys. Okkur finnst það stundum heldur of oft sem daman vill fara á klósettið en held að það sé betra en hitt hehehe...
Búin að setja inn 2 ný myndalabúm....