
Nýjar myndir af skvísunni komnar inn. Þar má m.a. finna myndir frá Skoppu og Skrítlu sem við fórum að sjá á Sumardaginn fyrsta ásamt Herborgu og Ingu Bríeti. Myndirnar þaðan eru ekkert sérstaklega góðar þar sem ekki mátti nota flass en ég lét þær samt flakka með.
Allt gott að frétta úr Perlukórnun og stutt í afmælisveislu prinsessunnar
. Ég ætla að gera tilraun og baka Dóruköku enda er hún í miklu uppáhaldi hjá heimasætunni.