Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


24.03.2008 21:55

Páskahelgi



Allt gott að frétta af fjölskyldunni. Við erum búin að hafa það mjög gott um páskana. Fórum í fermingu á skírdag, upp í bústað á föstudaginn langa og vorum þar í góðu yfirlæti með ömmu Lellu og afa Billa fram á laugardag. Þá fórum við á Þingvelli til Herborgar og Bjössa og gistum þar eina nótt. Allir fengu páskaegg og fullt af góðum mat. Silja María og Inga Bríet voru rosa góðar að leika sér saman og Silja var einkar hrifin af Björnssyni ;O). Á Páskadag fórum við aftur í bæinn til ömmu Maju og afa Rúnars og vorum þar í mat ásamt restinni af fjölskyldunni. Spiluðum fram eftir og Silja María gisti hjá ömmu og afa.

Nýtt myndaalbúm komið inn...

Bless í bili..

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni