
Allt gott að frétta af fjölskyldunni. Við erum búin að hafa það mjög gott um páskana. Fórum í fermingu á skírdag, upp í bústað á föstudaginn langa og vorum þar í góðu yfirlæti með ömmu Lellu og afa Billa fram á laugardag. Þá fórum við á Þingvelli til Herborgar og Bjössa og gistum þar eina nótt. Allir fengu páskaegg og fullt af góðum mat. Silja María og Inga Bríet voru rosa góðar að leika sér saman og Silja var einkar hrifin af Björnssyni ;O). Á Páskadag fórum við aftur í bæinn til ömmu Maju og afa Rúnars og vorum þar í mat ásamt restinni af fjölskyldunni. Spiluðum fram eftir og Silja María gisti hjá ömmu og afa.
Nýtt myndaalbúm komið inn...
Bless í bili..