Það er að frétta að Silja María er búin að vera í aðlögun á leikskólanum Urðarhóli. Hún byrjaði á þriðjudag í síðustu viku en var svo veik á miðvikudag og fimmtudag. Hún mætti aftur á föstudag og sagði við mig þegar við keyrðum upp að leikskólanum "vei mamma vei"
. Ég mætti svo með hana í morgun og hún arkaði þarna um eins og hún hefði hvergi annars staðar verið. Deildin hennar heitir Skýjahóll og vill svo til að Iðunn Ösp sem var með henni hjá Boggu dagmömmu er á sömu deild. Í dag vorum við í ávaxtastund, íþróttum og útiveru. Amma Lella kom svo og sótti skvísuna svo að ég gæti farið í vinnuna. Á morgun á hún að vera án foreldra til hádegis og held ég að það eigi eftir að ganga vel.
Við fengum aðeins pláss til 14:30 til að byrja með en vonandi á það eftir að breytast fjótlega. Amma Lella ætlar að reyna að aðstoða okkur og sækja Silju Maríu og vera með hana þangað til foreldranir koma heim úr vinnu.