Kjartan er búinn að eignast nokkra nýja vini í stjórnsýslunni í Kópavogi, en hann er búinn að hringja daglega í bæði yfirmenn dagmæðra og innritunarfulltrúana og miðað við hvernig gengur að koma Silju Maríu að, þá er ekki líklegt að hann fari á jólakortalistann hjá öðrum hvorum þeirra. Við erum búin að tala við Helgu Margréti sem sér um leikskólamál í Kópavogi og segir hún að lítið sé hægt að gera fyrir okkur og finnst okkur það ferlega fúlt. Það er skrítið að ekki sé til neitt "backup" þegar svona mál kemur upp. Við erum einnig búin að senda bréf til yfirmanns hennar og hann segist vera að kíkja á málið, hvað sem það þýðir.
Þá er komið að því að púsla saman næstu viku. Síðasta vika gekk bara ágætlega fyrir sig. Allir eru búnir að vera rosalega hjálpsamir að passa Silju Maríu. Erla frænka tók hálfan dag, svo fór hún upp í bústað með ömmu Lellu og afa Billa í tvo daga og Óskar frændi og Kristín tóku einn dag. En auðvitað gengur þetta ekki til lengdar og við verðum að fá lausn á okkar málum.
Þá er bara að koma saman næstu viku en svo erum við að fara út. Þegar við komum heim kemur í ljós hvort annað okkar verði bara að hætta að vinna???
Á mánudaginn ætlum við og aðrir foreldara sem voru með börn hjá Boggu erum svo að fara að hitta Gunnar bæjarstjóra á mánudag til að fá eitthvað gert í okkar málum og þá kemur svo sannarlega í ljós hvort það sé gott að búa í Kópavogi
.