Við fengum þær leiðinlegu fréttir í gærkvöldi að dagmamman hennar Silju, hún Bogga, er mikið veik og verður frá í einhvern tíma. Það lítur út fyrir að Silja María fari ekki til hennar aftur en við vonum að hún fái flýtimeðferð að komast inn á leikskóla. Silja María veit auðvitað ekkert hvað er að gerast og talaði hún nokkrum sinnum um það í dag að fara til Boggu og leika við Össur, Styrmi, Iðunni og Kristínu.
Við óskum Boggu góðs bata og vonum að hún nái sér sem fyrst.....