Jæja þá er Kjartan komin heim úr veiðiferðinni og við búin að skipta um vakt. Var ekkert smá fegin að komast í vinnuna í morgun þó að ég sé eiginlega orðin lasin sjálf . Silja María er enn lasin og fór ég með hana á læknavaktina á Smáratorgi seinnipartinn í gær því hún var enn með hita. Þar kíkti læknir í eyrun á henni, hálsinn og hlustaði hana. Hann sagði að ekkert væri að henni fyrir utan augnsýkinguna sem hún er enn með og sagði að þetta ætti lagast á næstu dögum og hitinn ætti að fara lækkandi. Í gærkvköldi rauk hitinn svo aftur upp í tæplega 39°C en var samt aðeins lægri en hann hafði verið. Hún var svo hitalaus í morgun en enn með augnsýkinguna. Ég fór í vinnuna og þar var mér sagt af reyndari mömmu að það þýddi ekkert að fara með barn á læknavaktina heldur ætti ég bara að panta tíma á vaktinni hjá barnalæknunum í Dómus. Við gerðum það og fórum með hana áðan, en þá var hún komin með 38, 5 stiga hita aftur. Þar skoðaði læknir hana og sá að hún var með vökva í báðum eyrum (sem er víst eðlilegt þegar börn eru kvefuð) og að byrja að fá bólgur í annað eyrað. Svo var hún hlustuð og viti menn hún var komin með í lungun. Lækninum fannst hún anda svo grunnt og vera móð þannig að hann vildi setja hann á astmalyf. Silja þarf því núna að fá sýklalyf 3 sinnum á dag og púst 4 sinnum. Við kviðum soldið fyrir því að gefa henni pústið af því að það þarf að setja það bæði yfir munn og nef og svo þarf hún að anda þrisvar að sér. Pabbi hennar var svo sniðugur að sýna henni hvernig hún ætti að gera og þá vildi hún endilega prófa og þetta gekk líka alveg eins og í sögu . Svo fannst henni sýklalyfið bara gott á bragðið heheheh.... En alla vega kennir þetta manni að fara bara beint til barnalæknis með ltila gríslinga....
Kjartan fer líklega aftur á veiðar næstu helgi og vona ég bara að Silja verði orðin góð (annars fær hann ekki að fara hehehe...)
Annars er Silja María 11/2 árs í dag sem þýðir að við foreldrarnir eigum 2 ára brúðkaupsafmæli . Við þökkum kærlega allar kveðjurnar.