Silja María er alveg sólgin í skyr og borðar það daglega. Henni finnst bláberjar skyr.is best en stundum breyti ég til og gef henni jarðaberja eða vanillu. Eins og sést þá kemur ekkert annað til greina en að borða sjálf og er hún mjög sátt við það. Svo þegar hún er búin að fá nóg þá er sullað aðeins við mikla gleði heimasætunnar en ekki alveg eins mikla gleði foreldranna .
Silja María er búin að vera veik síðan á þriðjudag. Þá sótti ég hana til dagmömmunnar og var hún komin með sýkingu í bæði augun. Ég hringdi á heilsugæsluna og þeir vildu að ég kæmi með hana. Læknirinn kíkti á hana og sagði að þetta væri bara augnsýking sem færi á nokkrum dögum, hún væri ekki með neitt í eyrunum og ekki með hita. Ég fékk eitthvað krem til að setja í augn hennar tvisvar á dag. Á þriðjudagskvöldið var hún komin með smá hita þannig að ég var ekkert að setja hana til dagmömmunnar á miðvikudag og var heima með hana. Hún fékk svo hósta og mikið nefrennsli með þessu. Hún er búin að vera rokkandi í hita síðan á þriðjudag og er yfirleitt nánast hitalaus á morgnana en fær svo 39 stiga hita á kvöldin. Hún er annars voða hress og lætur veikindin ekki mikið á sig fá. Hún lítur mjög laslega út þar sem hún er enn með sýkingu í augnum. Hana langar mikið að fara út og ég er líka að verða geðveik á inniverunni. En það lítur ekki út fyrir að við getum farið út um helgina. Kjartan fór til Siglufjarðar í gær að skjóta rjúpur og er núna á leiðinni á Mývatn. Hann er ekki væntanlegur heim fyrr en á sunnudaginn.
Annars er komið inn nýtt myndaalbúm ykkur til skemmtunar