Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


30.07.2007 13:22

Sumarfrí í Danmörku

Hæ öll.

Þá er fjölskyldan komin heim frá Danaveldi og rétt að rekja ferðasöguna (svona í grófum dráttum)...

Við fórum út á miðvikudagsmorgni og vöknuðum kl. 5 um nóttina/morguninn (eftir því hvort þið eruð A eða B manneskjur ). Silja María var í banastuði og vissi greinilega að eitthvað mikið spennandi væri framundan. Óskar frændi skutlaði okkur til Keflavíkur og allt gekk í ljómanum í Leifsstöð. Fórum í flugvélina og fengum auka sæti fyrir Silju. Henni fannst svona líka rosalega gaman í flugvélinni og hló og lék sér alla leiðina.... einu skiptin sem hún grét eitthvað var þegar við foreldrarnir vorum að reyna fá hana til að fara sofa. Komum til Köben í rjómablíðu, logn og sól. Tókum leigubíl á hótelið okkar sem var í Fredriksberg og Silja María enn vakandi. Hótelið var mjög snyrtilegt og fínt en svona helst til lítið herbergið okkar, en það var aldrei planið að hanga á herberginu... ó nei. Fórum beint út og tókum lestina á Kongsens Nytorv þar sem við hittum Herborgu, Bjössa og Ingu Bríeti. Inga Bríet var víst búin að spyrja mikið um Silju og þær féllust í faðma þegar þær hittust... hlupu um allt og léku sér.

Síðan tókum við ferðamannapakkann á þetta... H&M, Fields og Magasín tekin í gegn og kortin straujuð duglega... Fórum í Tívolí og dýragarðinn og tókum haug af myndum.

Áttum semsagt yndislega viku í landi Bauna þar sem Silja María heillaði alla upp úr skónum með því að segja "Hej" í tíma og ótíma... brosti blítt í áttina að fólki og uppskar mörg bros og "Hej" tilbaka... væri synd að segja annað en að hún væri lítið Sjarmatröll (Copyright Bubbi Morthens ehf. / Idol.is)

Búið að setja inn 3 myndaalbúm úr ferðinni. Eitt úr Tívolí, eitt úr dýragarðinum og eitt "almennt" Danmerkuralbúm ... vonum að myndirnar sýni hvað það var gaman hjá okkur.

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni