Jæja þá erum við alveg að fara að flytja í Perlukórinn. Búið er að parketleggja og ætlar flísarinn að byrja í dag og klára um helgina. Næsta vika fer því í flutninga. Við eigum ekki að afhenda okkar íbúð fyrr en 1. júlí þannig að ekkert stress er í gangi. En því fyrr sem við afhendum því fyrr fáum við peningana okkar
.
Silja María er orðin rosalega dugleg að labba og er eiginlega alveg hætt að skríða. Hún vill helst bara alltaf labba og er orðið erfitt að halda henni í kerrunni og það má ekki alltaf halda á henni hehehe...Svo klippti ég hana um daginn því hún var komin með hár niður á bak sitt hvoru megin við eyrun en ekki að aftan. Það er ekkert smá hvað hún breyttist bara við þessa smá snyrtingu
.