
Silja María fékk göt í eyrun í dag og er hún bara mjög ánægð með það (alla vega mamman heheh...). Pabbinn var soldið aumur fyrir hönd dóttur sinnar en er búinn að kaupa demantseyrnalokka handa prinsessunni sinni þannig að það var ekki seinna vænna að hún fengi göt. Hún grét smá þegar lokkunum var skotið í eyrun en svo var allt búið og eins og ekkert hafði í skorist. Hún finnur greinilega ekkert fyrir þessu því hún er ekkert að fikta í lokkunum. Hún fékk perlulokka eins og mamma sín og verður að vera með þá í 4-6 vikur. Þá getur hún farið að nota demantslokkana frá pabba
.
Myndir koma inn snemma í fyrramálið (lofa....)