Þá er Silja María að byrja í aðlögun hjá dagmömmunni á mánudaginn 30. apríl og hlakka ég til þess að hún fái að leika við önnur börn, held að hún eigi eftir að fíla sig vel
. Við foreldrarnir erum búin að vera á fullu við að skoða íbúðir og ég hef eiginlega ekki tölu á því hvað við erum búin að skoða margar en erum komin inn á það að það sé best að vera í kórahverfinu í Kópavoginum. Skipulagið þar er rosalega fínt og mjög barnvænt. Silja María var upp í bústað með ömmu sinni frá 18. apríl til 22. apríl og var mjög ánægð með að vera í svetinni. Við heimsóttum hana og fórum í sund í Reykholti. Erla og Teddi komu líka, skoðuðu bústaðinn og fóru með okkur í sund.
Myndir eru á leiðinn...
Bless í bili