Silja María var sett í sér herbergi nú um helgina og svaf fyrst í því í nótt. Hún var bara alsæl með það og svaf mjög vel
. Hún var farin að vakna alltaf þegar við vorum að skríða upp í á kvöldin og það fannst okkur foreldrunum ekki alveg nógu gott þar sem við vildum fara að sofa en hún ekki. Það var því ákveðið að setja hana í sér herbergi og láta reyna á það. Það gekk svona rosalega vel þannig að allir eru ánægðir.