Það er aldeilis hvað tíminn flýgur og daman bara orðin 11 mánaða. Ég þarf sem sagt að fara að plana afmælisveislu eftir mánuð. Hvaða þema ætti ég að hafa hehe... kannski Eurovisionþema eða stjórnmálaþema
. Páskarnir fóru soldið forgörðum hjá okkur þar sem Silja María var búin að vera veik og ég var veik alla páskana. Það var því ekki mikið gert annað en að glápa á sjónvarpið, náðum meðal annars að horfa á 18 þætti að af Heros hehe... Silja er orðin voða dugleg að labba með og færir sig á milli staða. Hún sleppir sér stundum og fattar allt í einu að hún stendur á miðju gólfi og þá lætur hún sig detta á rassinn. Hún er farin að tala miklu meira og gera alls konar hljóð. Erla frænka keypti t.d. sólgleraugu á Flórída og þegar þau eru sett á hana segir hún Váááá... frekar fyndið.
Ég setti inn einhverjar nýjar myndir um daginn, endilega kíkið
bæb