Silja María er búin að vera með yfir 39 stiga hita í allan dag og fór mest upp í 39,6. Hún er eiginlega búin að sofa í fanginu á mér í mest allan tíman og búin að vera frekar lítil í sér. Hún hressist alltaf við þegar ég gef henni stíl en annars er hún voðalega slöpp (hálf vönkuð) og lystalítil. Hún hefur ekkert kastað upp í dag en er búin að vera með niðurgang. Hún sofnaði inni í rúmi núna kl átta en er búin að rumska nokkrum sinnum síðan þá. Vonandi sefur hún í nótt svo að við foreldrarnir fáum að sofa aðeins meira en í fyrri nótt.