
Allt gott er að frétta af Silju Maríu og eru foreldrarnir með myndaæði eftir að við fengum loksins lánaða myndavél eins og sést kannski á myndaalbúminu. Silja er komin með áttundu tönnina sína en hún fannst 21. mars í neðrigóm. Myndin hér að ofan er af Hring sem er 9 mánaða (sonur Maju og Bjössa), Silju Maríu sem er 10 1/2 mánaða og Ingu Bríeti sem er 13 mánaða (dóttir Herborgar og Bjössa). Held að þetta sé fyrsta myndin sem er tekin af þeim saman og það gekk nú alveg ágætlega að ná þeim öllum á mynd enda öll voðalega þæg og góð hehehehe.....