Hæhæ
Það er mikið að gerast hjá Silju Maríu þessa dagana. Hún er komin með tvær nýjar tennur, uppi hægra megin og tönn númer þrjú niðri vinstra megin. Daman sem sagt komin með fimm tennur
. Hún er farin að geta sest sjálf upp úr hvaða stellingu sem er og svo er hún líka farin að standa upp
. Eins og einhverjir vita vorum við Kjartan í London yfir helgina og það er greinilegt að sú stutta hefur haft það mjög gott hjá ömmu sinni og afa. Við keyptum eitthvað af fötum á skvísuna, en aðallega eitthvað fyrir sumarið. Svo keyptum við handa henni litla babyborn dúkku fyrir eins árs og var hún rosa glöð með hana. Tók nokkrar myndir af henni með dúkkuna og reyni að setja þær inn fljótlega (eins og allar hinar myndirnar síðan í desember hehehe....)
Silja María eingnaðist nýjan leikfélaga um helgina en Gummi og Hulda eignuðust yndislegan dreng þann 26. janúar og óskum við þeim innilega til hamingju
.
Ekkert fleira í bili......
bæb