Silja María var í 8 mánaða skoðun í gær og nýjustu tölur eru þessar: Hún er orðin 7590g og 69cm. Hún er í léttari kantinum en það er líklega út af ælunum hennar. Svo er hún byrjuð að hreyfa sig mikið þannig að hún þyngdist ekki nema um 400g síðan í 6 mánaða skoðuninni. Vanalega er svo ekki skoðun fyrr en við 10 mánaða aldurinn en hún á að mæta í vigtun þegar hún er 9 mánaða til að fylgjast með þyngdinni. Okkur var bent á að við gætum talað við meltingarsérfræðing ef við vildum en ekkert nauðsynlegt þar sem hún er enn innan marka. Vonandi að hún verði búin að þyngjast meira þegar við förum með hana eftir mánuð. Svo er hún með einhverja þurrkubletti á líkamanum sem gæti verið út af einhverju sem hún er að borða. Við þurfum því að passa hvað við gefum henni. Hún má t.d. ekki borða tómata (þar fer lasagnae sem henni finnst mjög gott), kíwi, fisk, egg, safa og eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Við erum byrjuð að gefa Silju skyr og það er eitt af hennar uppáhalds. Hjúkkan á heilsugæslunni var nú ekki ánægð með það, fannst hún of ung til að byrja í skyrinu !!!!
Jæja, bless í bili.......