Vildi bara láta ykkur vita að Silja María er búin að fá tönn númer þrjú
. Hún er vinstra megin uppi. Hún er búin að vera soldið pirruð síðustu daga og er þetta vonandi ástæðan hehehe... Tönnin hægra megin fylgir svo örugglega fast á eftir
. Einnig er vert að minnast á það að sú stutta er orðin ansi kræf. Ég var að baða hana í gær og hún ætlaði bara að standa upp. Hún greip í brúnina á balanum og gerði sig líklega til að standa. Það tókst svona til hálfs hehe...Hún er mjög handsterk og er örugglega ekki langt í að hún fari að standa í fæturna við hvaða tækifæri sem gefst.