
Silja María er orðin rosalega dugleg að sitja eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Hún er líka búin að þróa með sér tungutrix hehe... Hún getur snúið upp á tunguna í sér
. Hvorki ég né pabbi hennar getum þetta en komumst að því að Erla frænka hefur greinilega verið að kenna henni þetta og eru nokkrar myndir til af þessu. Hún er líka byrjuð að fara út um allt á teppinu sínu sem nær yfir hálft stofugólfið og er oftar en ekki komin út af því. Hún er strax byrjuð að tæta úr hillunum hjá okkur og komst í playstation tölvuna hans pabba síns um daginn og fannst það mjög spennandi
.
Tvö ný myndaalbúm komin inn...
bæb