
Jæja þá er prinsessan á bænum orðin 6 mánaða og komið ár síðan við Kjartan giftum okkur
. Tíminn er sko fljótur að líða. Svo er það að frétta að Silja María byrjaði að skríða í gær hehe... Sú litla tók sig til og skreið eftir dúkkunni sem amma Lella var nýbúin að kaupa handa henni. Hún gerði það með því að halla sér yfir á hægri hliðina, beygja hægri fót og ýta sér áfram. Svo hallaði hún sér yfir á vinstri hliðina og gerði hið sama. Nú þarf að fara að gera heimilið barnvænt hehe...Við erum líka byrjuð að gefa henni stoðmjólk. Hún er nú ekki alveg að fíla það en það kemur örugglega. Það eina sem er ekki gott er að ælurnar hennar verða soldið illa lyktandi út af mjólkinni en vonandi fer hún að hætta þessu ælustandi fljótlega.
Var líka að setja inn nokkrar myndir
Bless í bili