Hæ hó
Þá er daman búin að fara í skoðun og fékk mjög góða einkunn. Hún er orðin 6830g (búin að þyngjast um 3600g) og 65cm (búin að stækka um heila 15,5cm). Hjúkrunarkonan trúði ekki að hún væri orðin svona löng og vildi mæla hana aftur, en 65cm voru það. Hún fékk líka sprautu (sömu og síðast) og var rosalega dugleg og grét ekki neitt. Hún varð reyndar soldið viðkvæm seinna í dag og þurfti ekki mikið til svo hún færi að gráta. Mömmu tókst nú alltaf að hugga hana. Svo þegar hún átti að fara að sofa kl 20 þá grét hún bara. Ég tók hana þá fram og hún sat í fanginu hjá mér í klukkutíma og hún kjaftaði allan tíman. Hún var orðin mjög þreytt og komin með bauga niður á kinnar. Ég gaf henni því annan pela og þá steinsofnaði hún í fanginu hjá mér. Hún er búin að rumska þrisvar síðan þá og fara að gráta sem er mjög óvenjulegt. Litla skinnið er greinilega eitthvað eftir sig eftir sprautuna en ég vona bara að hún verði orðin hress á morgun þegar vinir hennar koma í heimsókn. Anna Silla frænka ætlar að koma með Kolku Rún, Herborg ætlar að koma með Ingu Bríeti og Maja ætlar að koma með Hring. Það verður örugglega rosa fjör og bókað eitthvað af myndum teknar.
Við vorum að fá okkur nýja myndavél sem er vatnsheld og er með fullt af fleiri snilldar fítusum. Þannig að í sundinu á morgun verða teknar fullt af köfunarmyndum og fl.
bæjó...