Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


10.09.2006 20:40

Nýjar myndir ofl.

Þá er Silja María að verða 4 mánaða og orðin ansi spræk. Hún er farin að láta heyra meira í sér, babla og öskra, og ég held að það líði ekki á löngu áður en hún fer að skella upp úr . Við ákváðum að fara að gefa henni að borða og létum hana smakka bananamauk í gær. Hún iðaðist um af klíju og fannst það ekki gott  (mjög fyndið). Við gáfum henni þá gulrótarmauk sem henni leist betur á. Í dag gáfum við henni svo graut áður en hún fór að sofa og hún var sko heldur betur að fíla það hehe...

Vorum einnig að setja inn fleiri myndir af Silju Maríu sem við höfum tekið með símanum. Þær eru ekkert voðalega góðar sumar, en gaman að eiga þær.

Flettingar í dag: 1554
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 1319
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 158921
Samtals gestir: 28573
Tölur uppfærðar: 25.10.2025 18:49:55


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni