Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


18.08.2006 17:31

3ja mánaða :O)

Litla daman var að koma úr 3ja mánaða skoðun og er hún orðin tæp 5,8kg og 61cm. Sem sagt búin að bæta á sig um 2,6kg og 11,5cm. Hún fékk líka fyrstu sprautuna sína við barnaveiki, kíghósta, stífkrampa heilahimnubólgu og mænusótt. Hún var nú ekki alveg sátt við sprautuna. Held reyndar að henni hafi ekki líkað læknirinn því hún byrjaði að gráta um leið og hún sá hann en allt var í lagi þegar hjúkrunarkonan var að mæla og vikta hana hehe..

En Silja María dafnar mjög vel og hún er byrjuð í ungbarnasundi. Henni finnst það mjög skemmtilegt og hún fær að fara í kaf í fyrsta skipti í næsta tíma (tími 3). Ég hlakka mjög mikið til að sjá hvernig hún bregst við því en við erum bún að æfa hana smá með því að ausa yfir hana vatni. Kennarinn sagði að hún hefði mjög sterk köfunarviðbrögð þannig að þetta ætti að vera lítið mál . Ég tók video af henni í sundinu í fyrsta tímanum og ætlum við að setja það inn fljótlega. Einnig koma fljótlega myndir sem teknar hafa verið í ágúst.

Nokkrar myndir af vinkonunum í sundi má sjá á síðu Ingu Bríetar hér til hliðar.

Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 92774
Samtals gestir: 22610
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:56:32


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni