Við erum Silja María & Ársæll Örn Kjartansbörn


12.06.2006 19:24

Uppgefin á afmælisdaginn :O)

Þá er daman orðin mánaðargömul. Í tilefni dagsins fóru mamma og pabbi í BabySam og keyptu leikföng handa prinsessunni. Hún fékk óróa með tónlist og fígúrum sem henni fannst voða sniðugur , sokka með fígúrum og leikföng til að festa á ömmustólinn eins og sést á myndinni. Ekki var nú mikil orka til að leika og steinsofnaði hún í ömmustólnum....

Við fórum niður í VISA að sýna snúllunna og monta okkur aðeins heheh...Kjartan á að mæta í vinnuna aftur á morgun en vinnur bara fyrir hádegi næstu fjóra mánuðina og verður því alltaf komin heim þegar við mæðgurnar erum að vakna . Við kíktum líka til langafa sem var voðalega glaður að sjá hana Silju Maríu sína. Hún var hin ánægðasta og brosti meira að segja til langafa síns.

Flettingar í dag: 333
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 104
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 140569
Samtals gestir: 27950
Tölur uppfærðar: 10.9.2025 06:15:12


Um mig

Nafn:

Silja María & Ársæll Örn

Afmælisdagur:

12. maí 2006 og 13. apríl 2009

Faðir:

Kjartan Ársælsson

Móðir:

Kristín Ósk Rúnarsdóttir

Um:

Draumabörn í alla staði

Tenglar

Eldra efni