Hæ hæ
Langaði bara að deila með ykkur hvað litla prinsessan er algjört draumabarn. Hún bara sefur og drekkur og já kúkar og pissar auðvitað
. Pabbi hennar er alltaf að láta hana gera æfingar með því að liggja á maganum og halda haus og æfa gripið með því að láta hana halda í puttana á pabba og tosa sig upp. Það gengur mjög vel og er hún rosalega dugleg. Hún hefur mjög gaman af því að láta tala við sig og sýnir oftar en ekki smá glott
. Ljósmóðirin kom heim í fyrsta skipti síðasta þriðjudag og var hún þá búin að þyngjast um 300g á 6 dögum sem er mjög gott (orðin 3500g). Henni leist mjög vel á hana og sagði að hún væri fullkomin hehehe..... Bráðum fær hún að fara út en fer það allt eftir veðrinu, búið að vera soldið kalt fyrir litlar snúllur síðustu daga.
Þann 31. maí verður litla daman skírð. Við ætlum að hafa athöfnina heima hjá foreldrum mínum og byrjar hún kl 17. Ástæðan fyrir því að við vildum skíra þennan dag er sú að ég og Kjartan erum bæði skírð þennan dag, ég 1979 og Kjartan 1981. Fyndin tilviljun
. Svo eiga mamma og pabbi líka brúðkaupsafmæli og afi á afmæli. Þannig að þetta er svona fjölskyldudagur. Hvað nafnið varðar er það eiginlega löngu ákveðið þó að við vissum ekki kynið (fundum á okkur að þetta yrði stelpa).
Jæja þá er það ekki meira í bili en fæðingarsagan kemur fljótlega fyrir þá sem vilja lesa.....
Bæjó